Segir það misskilning að vegtollar flýti vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2017 13:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34
Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30