LeBron skoraði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í sigri Cleveland á Utah Jazz en þetta var sextugasta þrefalda tvenna hans á ferlinum.
LeBron var spurður út í árangurinn eftir leikinn og sagði hann að hann væri auðvitað stoltur en árangur liðsins er samt alltaf í forgangi.
„Árangur liðsins í heild sinni er alltaf í forgangi en ef ég næ að bæta einstaklingsmet eins og þessi í leiðinni þá er það auðvitað frábært.“
LeBron verður 33 ára eftir 15 daga og var hann spurður út í það hvernig hann væri í líkamanum miðað við það þegar hann var yngri.
„Mér líður mjög vel, þetta er 15. tímabilið mitt í deildinni. Þetta er líklega eitt af mínum bestu tímabilum hingað til og ég vil halda áfram að standa mig vel.“