43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 17. desember 2017 22:32 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Vísir/Getty Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum. Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum.
Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43
Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59
Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00