Góðar líkur á hvítum jólum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2017 11:08 Spáð er snjókomu á Þorláksmessu og aðfangadag. Vísir/Eyþór Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig. Jól Veður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig.
Jól Veður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira