Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2017 12:16 Lögregla var með mikinn viðbúnað í Vínarborg fyrr í dag. Vísir/afp Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum. Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum.
Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16