Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 18. desember 2017 23:57 „Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29
„Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59
Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32