Kristján og Thelma Dögg blakfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 23:30 Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins 2017. mynd/blí Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár. Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár.
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira