Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2017 17:08 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu. Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu.
Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56