Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2017 17:08 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu. Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu.
Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent