Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 17:52 Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. Vísir/Ernir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina. Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina.
Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00