Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 09:29 Þrýstingur Trump kom á tímabili í sumar þegar hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Vísir/AFP Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira