Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 09:29 Þrýstingur Trump kom á tímabili í sumar þegar hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Vísir/AFP Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira