Akureyringur á 150 kílómetra hraða hafði betur gegn lögreglunni í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2017 13:09 Koma verður í ljós hvort lögreglan á Norðurlandi vestra geri aðra tilraun til þess að rukka Akureyringinn um 130 þúsund krónurnar. Vísir/Auðunn Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins. Akrahreppur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins.
Akrahreppur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira