Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegri norðaustanátt í dag með éljum norðan- og austantil á landinu. Þá verður snjókoma eða él víða um land í kvöld og nótt og að jafnframt muni herða á norðaustanáttinni.
Auk vindhraða upp á 10 til 18 m/s má einnig gera ráð fyrir éljagangi á morgun en að það verði úrkomulítið suðvestanlands eftir hádegi. Frostið verður yfirleitt á bilinu 0 til 8 stig í dag og á morgun.
Þá er búist við hægum vindi á föstudag, það verði einnig kalt og léttskýjað. Austast á landinu er þó spáð norðvestan strekkingi og él.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða él, en úrkomulítið SV-lands eftir hádegi. Frost 1 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Norðan 13-20 m/s SA-lands og við A-ströndina, annars talsvert hægari vindur. Él á NA- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Hægur vindur og víða léttskýjað, en norðvestan strekkingur og él austast. Talsvert frost.
Á laugardag:
Suðaustlæg átt, þykknar upp og dregur úr frosti S- og V-lands, en bjartviðri og talsvert frost á N- og A-landi.
Á sunnudag:
Austlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum á S- og V-landi, annars þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en frostlaust við SV-ströndina.
Á mánudag:
Austlæg átt, úrkomulítið og frost um mest allt land.

