Hvetur konur til þess að kynna sér kraftlyftingar Aron Ingi Guðmundsson skrifar 5. desember 2017 12:18 „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar," segir sterkasta kona Íslands. mynd/kjóarnir „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane. Aðrar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
„Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira