Google ræður fólk til að fara yfir efni á Youtube Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 14:21 Youtube ætlar að leggja meiri áherslu á dómgreind manna en gervigreindar til að sía út óviðeigandi efni. Vísir/AFP Eftirlit með efni myndbanda á Youtube verður hert verulega á næstunni. Google ætlar að ráða fleiri en tíu þúsund manns til að leita að óviðeigandi myndböndum og athugasemdum á myndbandasíðunni vinsælu. Þá verða reglur um auglýsingar hertar. Susan Wojcicki, forstjóri Youtube, segir að þúsundir nýrra starfsmanna eigi að taka á efni sem brýtur gegn skilmálum Youtube á næsta ári. Nokkur rotin epli væru að nýta sér opið samfélag síðunnar til þess að blekkja, áreita og jafnvel skaða fólk, að því er segir í frétt CNN. Youtube hefur legið undir gagnrýni undanfarið vegna óviðeigandi efnis á síðunni. Nokkur stór fyrirtæki hafa þannig hætt að auglýsa á Youtube eftir að auglýsingar þeirra birtust með myndböndum sem sýndu hatursorðræðu eða jafnvel óviðeigandi efni af börnum. Að sögn Wojcicki verður nú meira um handstýringu á því hvar auglýsingar birtast auk þess sem strangari reglur verða um með hvaða myndböndum auglýsingar geta birst og meira eftirlit verður haft með auglýsingunum. Fram að þessu hefur Youtube að miklu leyti reitt sig á gervigreind og tilkynningar notenda til að sigta út óviðeigandi efni. Hér á landi voru nafnlausar áróðursauglýsingar sem birtust á Youtube gagnrýndar fyrir þingkosningarnar í október. Google Tengdar fréttir Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eftirlit með efni myndbanda á Youtube verður hert verulega á næstunni. Google ætlar að ráða fleiri en tíu þúsund manns til að leita að óviðeigandi myndböndum og athugasemdum á myndbandasíðunni vinsælu. Þá verða reglur um auglýsingar hertar. Susan Wojcicki, forstjóri Youtube, segir að þúsundir nýrra starfsmanna eigi að taka á efni sem brýtur gegn skilmálum Youtube á næsta ári. Nokkur rotin epli væru að nýta sér opið samfélag síðunnar til þess að blekkja, áreita og jafnvel skaða fólk, að því er segir í frétt CNN. Youtube hefur legið undir gagnrýni undanfarið vegna óviðeigandi efnis á síðunni. Nokkur stór fyrirtæki hafa þannig hætt að auglýsa á Youtube eftir að auglýsingar þeirra birtust með myndböndum sem sýndu hatursorðræðu eða jafnvel óviðeigandi efni af börnum. Að sögn Wojcicki verður nú meira um handstýringu á því hvar auglýsingar birtast auk þess sem strangari reglur verða um með hvaða myndböndum auglýsingar geta birst og meira eftirlit verður haft með auglýsingunum. Fram að þessu hefur Youtube að miklu leyti reitt sig á gervigreind og tilkynningar notenda til að sigta út óviðeigandi efni. Hér á landi voru nafnlausar áróðursauglýsingar sem birtust á Youtube gagnrýndar fyrir þingkosningarnar í október.
Google Tengdar fréttir Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55