Ein besta skíðakona landsins lögð inn á spítala eftir „fimm daga helvíti“ | Birtir myndir af fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2017 23:02 Helga María Vilhjálmsdóttir. Mynd/Fésbókin Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið ein allra besta skíðakona Íslands síðustu ár en hún er ekki mikið að renna sér í brekkunum þessa dagana. Helga María varð nefnilega fyrir því óláni að fótbrotna í ágúst og ólukkan hefur haldið áfram að að elta stelpuna eftir fótbrotið. Endurhæfingin hefur gengið mjög hægt. Helga María segir frá því á fésbókinni að hún hafi fengið slæma sýkingu í fótinn. Hún var búin að vera á hækjum í þrjá mánuði eftir aðgerðina. Helga var búin að harka af sér eftir „fimm daga helvíti“ eins og hún orðar sjálf í færslu á fésbókinni. Hún fékk mikinn hita og var mjög veik vegna sýkingarinnar. Nýjustu fréttirnar af Helgu Maríu eru þó aðeins betri þótt að enn sé langt í það að hún komist aftur á skíðin. Góðu fréttirnar eru þó að hún fer að komast aftur heim til Íslands. „Ég verð í sýklalyfjameðferð í tvær vikur (allavegana) og þarf að liggja inni á meðan þar sem það er dælt beint inn í æð oft á dag. Það er þó búið að gefa grænt ljós á það (eins og staðan er núna) að ég fái að fara heim til Íslands á fimmtudaginn, eins og áætlað var og halda áfram meðferð þar. Meðferðin heldur raunar lengi áfram, bara ekki í æð,“ segir Helga María í nýjustu færslu sinni. Helga María býst við því að það þurfi að opna sárið aftur og til að skola og skafa betur en hún horfir jákvæðum augum á þetta allt saman og er ánægð með að fóturinn lítur mun betur út núna. Aðrar íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið ein allra besta skíðakona Íslands síðustu ár en hún er ekki mikið að renna sér í brekkunum þessa dagana. Helga María varð nefnilega fyrir því óláni að fótbrotna í ágúst og ólukkan hefur haldið áfram að að elta stelpuna eftir fótbrotið. Endurhæfingin hefur gengið mjög hægt. Helga María segir frá því á fésbókinni að hún hafi fengið slæma sýkingu í fótinn. Hún var búin að vera á hækjum í þrjá mánuði eftir aðgerðina. Helga var búin að harka af sér eftir „fimm daga helvíti“ eins og hún orðar sjálf í færslu á fésbókinni. Hún fékk mikinn hita og var mjög veik vegna sýkingarinnar. Nýjustu fréttirnar af Helgu Maríu eru þó aðeins betri þótt að enn sé langt í það að hún komist aftur á skíðin. Góðu fréttirnar eru þó að hún fer að komast aftur heim til Íslands. „Ég verð í sýklalyfjameðferð í tvær vikur (allavegana) og þarf að liggja inni á meðan þar sem það er dælt beint inn í æð oft á dag. Það er þó búið að gefa grænt ljós á það (eins og staðan er núna) að ég fái að fara heim til Íslands á fimmtudaginn, eins og áætlað var og halda áfram meðferð þar. Meðferðin heldur raunar lengi áfram, bara ekki í æð,“ segir Helga María í nýjustu færslu sinni. Helga María býst við því að það þurfi að opna sárið aftur og til að skola og skafa betur en hún horfir jákvæðum augum á þetta allt saman og er ánægð með að fóturinn lítur mun betur út núna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira