Getur slagað hátt í þúsund krónur að hringja í 1818 og 1819 Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2017 13:14 Þórunn segir eldri borgara hafa einangrast vegna netvæðingarinnar, netið er mörgum þeim elstu ekki aðgengilegt. Kostnaður við að hringja í þjónustunúmerin 1818 og 1819 til að fá uppgefnar upplýsingar um símanúmer og annað getur slagað vel uppí þúsund krónur. Þetta kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær, „Kostar sitt að leita númera“. Þar segir að ekki sé víst að fólk átti sig á því hversu „hátt gjaldið er til 1818 sem Já rekur og 1819 sem er á vegum Nýs valkosts. Greint er frá því að notendur greiði bæði upplýsinga- og símafyrirtækjunum fyrir þjónustuna. Rætt er við bæði Sigríði Margréti Oddsdóttur, forstjóra Já og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Símans um málið. Í fréttinni segir: „Á heimasíðu Vodafone kemur fram að upphafsgjaldið sé 117,5 kr. og ekkert mínútugjald sé innheimt. Ef hringt er í 1819 er lágmarksgjaldtaka fyrir símtal innan við mínútu að lengd 368 kr. ef viðskiptavinurinn er í viðskiptum við Símann. Ef símta er lengra en 5 mínútur er hagstæðast fyrir viðskiptavini Vodafone að hringja í 1819. Kostnaðurinn er þá 813,5 kr. án tillits til lengdar símtals.“Tuttugu þúsund á mánuðiUmræða hefur verið um þetta á Twitter en þar kemur fram að eldri borgarar hringi mikið í þessi þjónustunúmer án þess að gera sér grein fyrir gjaldtökunni og fá í kjölfarið himinháa símreikninga. „Twitter-notendur hafa margir þess vegna þurft að setjast niður með ömmum sínum og öfum og kenna þeim að fletta númerum upp á netinu.“Morgunblaðið kannað kostnað við að notfæra sér þjónustunúmerin 1818 og 1819 í gær.Fyrrum starfsmaður Símans segist, í samtali við Vísi, reikninga uppá tugi þúsunda ekkert einsdæmi og það megi rekja til þessa. „Þessi kostnaðarliður kostaði jafnvel 20 þúsund krónur fyrir einn mánuð.“Vont þegar hætt var að gefa út símaskrá Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, kannast reyndar ekki við að hafa fengið erindi á sitt borð vegna svimandi hárra símreikninga. En það sé reyndar erfitt fyrir marga eldri borgara að fylgjast með því vegna þess að reikningar eru sendir út í rafrænu formi. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. „Það var mjög alvarlegt fyrir eldri borgara þegar hætt var að gefa símaskrá út sem bók. Eldri borgarar eru ekki nógu duglegir að fara á netið og já.is,“ segir Þórunn. Og bendir á að margir þeirra sem eldri séu duglegir að leita á náðir fjölskyldu: Fá þá sem yngri eru til að slá þessu upp fyrir sig. „Við erum dugleg að hjálpa hvert öðru í fjölskyldunum. Er þarna er ákveðið gat og elsta fólkið er einangrað að þessu leyti.“Skortir á tölvulæsi meðal eldri borgara Hún segir þetta atriði, með símaskrá, svo tengjast stærri vanda sem snýr að tölvulæsi og netnotkun almennt. Þar hafa eldri borgarar verið skildir eftir. „Hluti eldri borgara er ekki með tölvu eða aðgengi að slíku. Það er verið að fylgjast með þessum vanda á öllum Norðurlöndunum. Danir hafa verið hvað duglegastir við að koma á fót námskeiðum fyrir eldri borgara að auka tölvulæsi þeirra. Þetta er í býgerð hjá okkur að auka þetta líka. Og er nú þegar byrjað hjá félaginu í reykjavík og nokkrum öðrum.“ Þórunn bendir á sem dæmi að það fari fyrir brjóst margra þeirra sem eldri eru þegar til að mynda er sagt í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins að meira sé um málið að finna á ruv.is. „Ekki ná allir að fara þá leið. Það hafa ekkert allir aðgang að þessu.“ Neytendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Kostnaður við að hringja í þjónustunúmerin 1818 og 1819 til að fá uppgefnar upplýsingar um símanúmer og annað getur slagað vel uppí þúsund krónur. Þetta kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær, „Kostar sitt að leita númera“. Þar segir að ekki sé víst að fólk átti sig á því hversu „hátt gjaldið er til 1818 sem Já rekur og 1819 sem er á vegum Nýs valkosts. Greint er frá því að notendur greiði bæði upplýsinga- og símafyrirtækjunum fyrir þjónustuna. Rætt er við bæði Sigríði Margréti Oddsdóttur, forstjóra Já og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Símans um málið. Í fréttinni segir: „Á heimasíðu Vodafone kemur fram að upphafsgjaldið sé 117,5 kr. og ekkert mínútugjald sé innheimt. Ef hringt er í 1819 er lágmarksgjaldtaka fyrir símtal innan við mínútu að lengd 368 kr. ef viðskiptavinurinn er í viðskiptum við Símann. Ef símta er lengra en 5 mínútur er hagstæðast fyrir viðskiptavini Vodafone að hringja í 1819. Kostnaðurinn er þá 813,5 kr. án tillits til lengdar símtals.“Tuttugu þúsund á mánuðiUmræða hefur verið um þetta á Twitter en þar kemur fram að eldri borgarar hringi mikið í þessi þjónustunúmer án þess að gera sér grein fyrir gjaldtökunni og fá í kjölfarið himinháa símreikninga. „Twitter-notendur hafa margir þess vegna þurft að setjast niður með ömmum sínum og öfum og kenna þeim að fletta númerum upp á netinu.“Morgunblaðið kannað kostnað við að notfæra sér þjónustunúmerin 1818 og 1819 í gær.Fyrrum starfsmaður Símans segist, í samtali við Vísi, reikninga uppá tugi þúsunda ekkert einsdæmi og það megi rekja til þessa. „Þessi kostnaðarliður kostaði jafnvel 20 þúsund krónur fyrir einn mánuð.“Vont þegar hætt var að gefa út símaskrá Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, kannast reyndar ekki við að hafa fengið erindi á sitt borð vegna svimandi hárra símreikninga. En það sé reyndar erfitt fyrir marga eldri borgara að fylgjast með því vegna þess að reikningar eru sendir út í rafrænu formi. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. „Það var mjög alvarlegt fyrir eldri borgara þegar hætt var að gefa símaskrá út sem bók. Eldri borgarar eru ekki nógu duglegir að fara á netið og já.is,“ segir Þórunn. Og bendir á að margir þeirra sem eldri séu duglegir að leita á náðir fjölskyldu: Fá þá sem yngri eru til að slá þessu upp fyrir sig. „Við erum dugleg að hjálpa hvert öðru í fjölskyldunum. Er þarna er ákveðið gat og elsta fólkið er einangrað að þessu leyti.“Skortir á tölvulæsi meðal eldri borgara Hún segir þetta atriði, með símaskrá, svo tengjast stærri vanda sem snýr að tölvulæsi og netnotkun almennt. Þar hafa eldri borgarar verið skildir eftir. „Hluti eldri borgara er ekki með tölvu eða aðgengi að slíku. Það er verið að fylgjast með þessum vanda á öllum Norðurlöndunum. Danir hafa verið hvað duglegastir við að koma á fót námskeiðum fyrir eldri borgara að auka tölvulæsi þeirra. Þetta er í býgerð hjá okkur að auka þetta líka. Og er nú þegar byrjað hjá félaginu í reykjavík og nokkrum öðrum.“ Þórunn bendir á sem dæmi að það fari fyrir brjóst margra þeirra sem eldri eru þegar til að mynda er sagt í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins að meira sé um málið að finna á ruv.is. „Ekki ná allir að fara þá leið. Það hafa ekkert allir aðgang að þessu.“
Neytendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels