Hann var með því að uppfylla loforð um að mæta sem Zorro ef Shakthar kæmist áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
„Þetta er skemmtilegasti blaðamannafundur á ferlinum,“ sagði Fonseca.
„Ég er mjög ánægður. Ég held það séu ekki aðeins stuðningsmenn Shakhtar, heldur öll úkraínska þjóðin, sem er stolt af liðinu. Tólf stig í þessum riðli eru frábær.“
Úkraínumeistararnir urðu fyrsta liðið til þess að leggja Manchester City að velli á tímabilinu þegar þeir unnu 2-1.