Heilsa og líðan í forgrunni Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar skipa heilbrigðismálin háan sess og þar er meðal annars tekið fram að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Sérstök áhersla verður á þennan mikilvæga málaflokk, bæði í sjúkrahússtarfseminni en ekki síður í heilsugæslunni og í framhaldsskólunum. Forvarnir og lýðheilsa verða sömuleiðis í brennidepli enda skiptir sá þáttur ekki síst máli þegar litið er til andlegrar heilsu og vellíðunar. Í samfélagi nútímans skapast verulegt álag af auknum hraða, miklu áreiti, þrýstingi frá staðalmyndum og samfélagsmiðlum, klámvæðingu og neyslumenningu. Álag af þessu tagi eykur hættuna á vanlíðan sem getur leitt til verulegs vanda hvort sem er í félagslegu tilliti eða í námi. Forvarnir hjá börnum og ungmennum verða að skipa verðugan sess með aukinni fræðslu og ráðgjöf í samstarfi við skólasamfélagið, með geðræktarstarfi og stuðningi við foreldra og fjölskyldur. Þegar rætt er um geðheilbrigðismál er mikilvægt að sjúklingurinn sjálfur sé í brennidepli og að þjónustan sé eins samfelld og nokkurs er kostur. Þjónustan þarf að vera aðgengileg, bæði inni í menntakerfinu og í heilsugæslunni þar sem má auka áherslu á þverfaglega vinnu og aukna þjónustu sálfræðinga. Búseta má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu og efnahagur má heldur ekki vera hindrun. Almennt er mikilvægt að um sé að ræða gott flæði og samvinnu milli einstakra þátta kerfisins en ekki síður að auka samstarf við hagsmunasamtök og samtök notenda þjónustunnar. Eftirfylgni og endurhæfingu þarf að þróa betur og leggja meiri áherslu á þann þátt sem lýtur að fjölbreyttum tækifærum og öflugum búsetuúrræðum í samráði við sveitarfélögin. Loks er einn þáttur geðheilbrigðisþjónustunnar sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun en það er sá þáttur er lýtur að geðheilbrigði aldraðra. Á síðasta æviskeiðinu er afar mikilvægt að hafa andlega heilsu og líðan í huga í allri umönnun. Andleg heilsa og líðan er ekki síður viðfangsefni samfélagsins en líkamlegir kvillar. Geðheilbrigðismálin mega ekki mæta afgangi og eru gríðarlega mikilvægur þáttur í góðu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar skipa heilbrigðismálin háan sess og þar er meðal annars tekið fram að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Sérstök áhersla verður á þennan mikilvæga málaflokk, bæði í sjúkrahússtarfseminni en ekki síður í heilsugæslunni og í framhaldsskólunum. Forvarnir og lýðheilsa verða sömuleiðis í brennidepli enda skiptir sá þáttur ekki síst máli þegar litið er til andlegrar heilsu og vellíðunar. Í samfélagi nútímans skapast verulegt álag af auknum hraða, miklu áreiti, þrýstingi frá staðalmyndum og samfélagsmiðlum, klámvæðingu og neyslumenningu. Álag af þessu tagi eykur hættuna á vanlíðan sem getur leitt til verulegs vanda hvort sem er í félagslegu tilliti eða í námi. Forvarnir hjá börnum og ungmennum verða að skipa verðugan sess með aukinni fræðslu og ráðgjöf í samstarfi við skólasamfélagið, með geðræktarstarfi og stuðningi við foreldra og fjölskyldur. Þegar rætt er um geðheilbrigðismál er mikilvægt að sjúklingurinn sjálfur sé í brennidepli og að þjónustan sé eins samfelld og nokkurs er kostur. Þjónustan þarf að vera aðgengileg, bæði inni í menntakerfinu og í heilsugæslunni þar sem má auka áherslu á þverfaglega vinnu og aukna þjónustu sálfræðinga. Búseta má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu og efnahagur má heldur ekki vera hindrun. Almennt er mikilvægt að um sé að ræða gott flæði og samvinnu milli einstakra þátta kerfisins en ekki síður að auka samstarf við hagsmunasamtök og samtök notenda þjónustunnar. Eftirfylgni og endurhæfingu þarf að þróa betur og leggja meiri áherslu á þann þátt sem lýtur að fjölbreyttum tækifærum og öflugum búsetuúrræðum í samráði við sveitarfélögin. Loks er einn þáttur geðheilbrigðisþjónustunnar sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun en það er sá þáttur er lýtur að geðheilbrigði aldraðra. Á síðasta æviskeiðinu er afar mikilvægt að hafa andlega heilsu og líðan í huga í allri umönnun. Andleg heilsa og líðan er ekki síður viðfangsefni samfélagsins en líkamlegir kvillar. Geðheilbrigðismálin mega ekki mæta afgangi og eru gríðarlega mikilvægur þáttur í góðu samfélagi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun