Heilsa og líðan í forgrunni Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar skipa heilbrigðismálin háan sess og þar er meðal annars tekið fram að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Sérstök áhersla verður á þennan mikilvæga málaflokk, bæði í sjúkrahússtarfseminni en ekki síður í heilsugæslunni og í framhaldsskólunum. Forvarnir og lýðheilsa verða sömuleiðis í brennidepli enda skiptir sá þáttur ekki síst máli þegar litið er til andlegrar heilsu og vellíðunar. Í samfélagi nútímans skapast verulegt álag af auknum hraða, miklu áreiti, þrýstingi frá staðalmyndum og samfélagsmiðlum, klámvæðingu og neyslumenningu. Álag af þessu tagi eykur hættuna á vanlíðan sem getur leitt til verulegs vanda hvort sem er í félagslegu tilliti eða í námi. Forvarnir hjá börnum og ungmennum verða að skipa verðugan sess með aukinni fræðslu og ráðgjöf í samstarfi við skólasamfélagið, með geðræktarstarfi og stuðningi við foreldra og fjölskyldur. Þegar rætt er um geðheilbrigðismál er mikilvægt að sjúklingurinn sjálfur sé í brennidepli og að þjónustan sé eins samfelld og nokkurs er kostur. Þjónustan þarf að vera aðgengileg, bæði inni í menntakerfinu og í heilsugæslunni þar sem má auka áherslu á þverfaglega vinnu og aukna þjónustu sálfræðinga. Búseta má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu og efnahagur má heldur ekki vera hindrun. Almennt er mikilvægt að um sé að ræða gott flæði og samvinnu milli einstakra þátta kerfisins en ekki síður að auka samstarf við hagsmunasamtök og samtök notenda þjónustunnar. Eftirfylgni og endurhæfingu þarf að þróa betur og leggja meiri áherslu á þann þátt sem lýtur að fjölbreyttum tækifærum og öflugum búsetuúrræðum í samráði við sveitarfélögin. Loks er einn þáttur geðheilbrigðisþjónustunnar sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun en það er sá þáttur er lýtur að geðheilbrigði aldraðra. Á síðasta æviskeiðinu er afar mikilvægt að hafa andlega heilsu og líðan í huga í allri umönnun. Andleg heilsa og líðan er ekki síður viðfangsefni samfélagsins en líkamlegir kvillar. Geðheilbrigðismálin mega ekki mæta afgangi og eru gríðarlega mikilvægur þáttur í góðu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar skipa heilbrigðismálin háan sess og þar er meðal annars tekið fram að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Sérstök áhersla verður á þennan mikilvæga málaflokk, bæði í sjúkrahússtarfseminni en ekki síður í heilsugæslunni og í framhaldsskólunum. Forvarnir og lýðheilsa verða sömuleiðis í brennidepli enda skiptir sá þáttur ekki síst máli þegar litið er til andlegrar heilsu og vellíðunar. Í samfélagi nútímans skapast verulegt álag af auknum hraða, miklu áreiti, þrýstingi frá staðalmyndum og samfélagsmiðlum, klámvæðingu og neyslumenningu. Álag af þessu tagi eykur hættuna á vanlíðan sem getur leitt til verulegs vanda hvort sem er í félagslegu tilliti eða í námi. Forvarnir hjá börnum og ungmennum verða að skipa verðugan sess með aukinni fræðslu og ráðgjöf í samstarfi við skólasamfélagið, með geðræktarstarfi og stuðningi við foreldra og fjölskyldur. Þegar rætt er um geðheilbrigðismál er mikilvægt að sjúklingurinn sjálfur sé í brennidepli og að þjónustan sé eins samfelld og nokkurs er kostur. Þjónustan þarf að vera aðgengileg, bæði inni í menntakerfinu og í heilsugæslunni þar sem má auka áherslu á þverfaglega vinnu og aukna þjónustu sálfræðinga. Búseta má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu og efnahagur má heldur ekki vera hindrun. Almennt er mikilvægt að um sé að ræða gott flæði og samvinnu milli einstakra þátta kerfisins en ekki síður að auka samstarf við hagsmunasamtök og samtök notenda þjónustunnar. Eftirfylgni og endurhæfingu þarf að þróa betur og leggja meiri áherslu á þann þátt sem lýtur að fjölbreyttum tækifærum og öflugum búsetuúrræðum í samráði við sveitarfélögin. Loks er einn þáttur geðheilbrigðisþjónustunnar sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun en það er sá þáttur er lýtur að geðheilbrigði aldraðra. Á síðasta æviskeiðinu er afar mikilvægt að hafa andlega heilsu og líðan í huga í allri umönnun. Andleg heilsa og líðan er ekki síður viðfangsefni samfélagsins en líkamlegir kvillar. Geðheilbrigðismálin mega ekki mæta afgangi og eru gríðarlega mikilvægur þáttur í góðu samfélagi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar