Fótbolti

Cristiano Ronaldo fær Gullboltann annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo er besti leikmaður heims í ár en hann fékk í kvöld Gullboltann frá France Football í fimmta sinn á ferlinum.

France Football var í samvinnu við FIFA í sex ár en þetta var annað árið í röð síðan að franska blaðið hætti samstarfinu við Alþjóðaknattspyrnusambandið.





 

Cristiano Ronaldo er aðeins annar maðurinn í sögu kjörsins til að vinna Gullboltann fimm sinnum en Lionel Messi vann hann í fimmta sinn árið 2015.

Cristiano Ronaldo hefur nú unnið Gullboltann tvö ár í röð og ennfremur fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Hann vann hann í fyrsta sinn árið 2008 en Messi fékk hann síðan næstu fjögur ár á eftir.

Cristiano Ronaldo átti frábært tímabil með Real Madrid sem varð fyrsta félagið til að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð.







Lokastaðan í kosningunni í ár:

1. sæti: Cristiano Ronaldo

2. sæti: Lionel Messi

3. sæti: Neymar

4. sæti: Gianluigi Buffon

5. sæti: Luka Modric

6. sæti: Sergio Ramos

7. sæti: Kylian Mbappé

8. sæti: N'Golo Kanté

9. sæti: Robert Lewandowski

10. sæti: Harry Kane

11. sæti: Edinson Cavani

12. sæti: Isco

13. sæti: Luis Suarez

14. sæti: Kevin De Bruyne

15. sæti: Paulo Dybala

16. sæti: Marcelo

17. sæti: Toni Kroos

18. sæti: Antoine Griezmann

19. sæti: Eden Hazard

20. sæti: David De Gea

21. sæti: Leonardo Bonucci og Pierre-Emerick Aubameyang

23. sæti: Sadio Mané

24. sæti: Radamel Falcao

25. sæti: Karim Benzema

26. sæti: Jan Oblak

27. sæti: Mats Hummels

28. sæti: Edin Dzeko

29. sæti: Dries Mertens og Philippe Coutinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×