Katrín segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 13:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. vísir/ernir Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45