Segir lægri skattheimtu og aukin útgjöld enda með ósköpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 15:50 Oddný segist vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. vísir/Anton Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“ Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“
Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira