Óvissan um Andrés og Rósu „ekki vandamál í okkar augum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 10:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins kynnti sáttmálann fyrir flokksmönnum sínum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni. Kosningar 2017 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira