Hættir í Transparent eftir ásakanir um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:59 Jeffrey Tambor sést hér á Clio-verðlaunahátíðinni í upphafi mánaðarins. Vísir/Getty Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira