Höfum við virkilega efni á þessu? Aron Leví Beck skrifar 22. nóvember 2017 08:45 Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun