Listrænn stjórnandi Pixar fer í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 23:03 John Lasseter. vísir/getty John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17