Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 13:52 Frá Patreksfirði í dag. vísir/aig Vestfirðingar segja ófremdarástand ríkja og kalla eftir stóraukinni vegaþjónustu. Sunnanverðir Vestfirðir einangruðust nánast í gær þegar óveður skall á og samgöngur fóru úr skorðum, en vegum var lokað, flugferðum var aflýst og þá siglir ferjan Baldur ekki sökum bilunar. Bæjarráð Vesturbyggðar segir stöðuna óásættanlega. „Það er ljóst að þetta er gríðarlegt ófremdarástand og það er eins gott að grípa strax til aðgerða. Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti, og ef það fer að fara úr takti þegar tíðarfarið er svona þá þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, í samtali við fréttastofu.„Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti," segir Friðbjörg.Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar er enn lokaður, vegna öryggisástæðna, og Flateyrarvegi hefur verið lokað af sömu ástæðu. Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis. Snjóflóð féll á Súðavíkurveg í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum vegna þessa. Lögreglan segist ekki vita til þess að björgunarsveitir hafii þurft að aðstoða fólk vegna veðurs.Atvinnurekendur áhyggjufullir Fiskvinnslu-, fiskeldis- og flutningafyrirtæki lýsa sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu mála, og óska eftir að Vegagerðin hækki þjónustustig sitt á sunnanverðum Vestfjörðum. „Við skiljum alveg að það sé erfitt að fá aðra ferju með stuttum fyrirvara, en þetta er ofboðslega dýrt fyrir okkur í Odda og afleiðingarnar geta verið varanlegar. Framundan eru mikilvægusti tími ársins varðandi sölu á fiski og ef við erum dæmd til vera lokuð inni af því að það hrynur einhver vél í báti þá er það skelfilegt,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda á Patreksfirði. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax segir að unnið sé að því að finna lausn. „Það er afar brýnt að afhenda fisk á réttum tíma, hér eru á ferðinni gríðarleg verðmæti í útflutningstekjum. Við gerum kröfu um að þjónustutíminn á vegunum sé lengdur til að koma á móts við bilunina í Baldri“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Og fleiri taka í sama streng. Helgi Rúnar Auðunsson framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Nönnu á Patreksfirði kallar einnig eftir breytingum. „Að sjálfsögðu verður að redda bát á meðan á viðgerð á Baldri stendur yfir. Við verðum þangað til að það er gert að fá fulla þjónustu á vegina frá Vegagerðinni, það verður að setja hærra stig á þjónustuna á landleiðina, það er alveg á hreinu. Þessi tímabundna lenging, frá 17:30 til 20:00 er engan veginn nógu mikil. Það er svo alveg skelfilegt að þegar það glittir í ákveðinn vind, þá mokar Vegagerðin ekki, þessu þarf að breyta.“Vegagerðin biður fólk um að sýna biðlund Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Patreksfirði biður fólk að sýna biðlund og að vera ekki á ferðinni ef það er ófært. „Við þurfum að halda áfram að sinna vegfarendum. Ég hef lítið skoðað veðurspána fram í tímann, maður lætur hverja klukkustundina nægja sína þjáningu, en vissulega lítur þetta ekki vel út. Við viljum gjarnan að fólk virði það að vera ekki á ferðinni ef það er ófært, það tefur moksturinn ef við þurfum að reyna að komast framhjá bílum sem sitja fastir.“ Líkt og áður kom fram siglir ferjan Baldur ekki. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það muni taka um þrjár til fjórar vikur að gera við Baldur. „Auðvitað vonum við að það sé í styttri endanum og vonumst til að hafa skipið tilbúið í annarri vikunni í desember. Það er ekki í myndinni að kalla inn varaskip til að þjónustu þessa leið einfaldlega því skip liggja ekki á lausu með svona litlum fyrirvara. Þetta hafsvæði, Breiðafjörður er svokallað C hafssvæði og skip sem mættu sigla á því svæði, þau mega hreinlega ekki sigla til Íslands frá öðrum löndum á þessum árstíma sökum veðurfars. Svo er þetta líka auðvitað spurning um fjármagn.“ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um stöðu mála, en að ekki hafi verið óskað eftir frekari úrræðum frá Vegagerðinni. Gert sé ráð fyrir að unnið sé að lausn vandans. Veður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Vestfirðingar segja ófremdarástand ríkja og kalla eftir stóraukinni vegaþjónustu. Sunnanverðir Vestfirðir einangruðust nánast í gær þegar óveður skall á og samgöngur fóru úr skorðum, en vegum var lokað, flugferðum var aflýst og þá siglir ferjan Baldur ekki sökum bilunar. Bæjarráð Vesturbyggðar segir stöðuna óásættanlega. „Það er ljóst að þetta er gríðarlegt ófremdarástand og það er eins gott að grípa strax til aðgerða. Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti, og ef það fer að fara úr takti þegar tíðarfarið er svona þá þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, í samtali við fréttastofu.„Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti," segir Friðbjörg.Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar er enn lokaður, vegna öryggisástæðna, og Flateyrarvegi hefur verið lokað af sömu ástæðu. Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis. Snjóflóð féll á Súðavíkurveg í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum vegna þessa. Lögreglan segist ekki vita til þess að björgunarsveitir hafii þurft að aðstoða fólk vegna veðurs.Atvinnurekendur áhyggjufullir Fiskvinnslu-, fiskeldis- og flutningafyrirtæki lýsa sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu mála, og óska eftir að Vegagerðin hækki þjónustustig sitt á sunnanverðum Vestfjörðum. „Við skiljum alveg að það sé erfitt að fá aðra ferju með stuttum fyrirvara, en þetta er ofboðslega dýrt fyrir okkur í Odda og afleiðingarnar geta verið varanlegar. Framundan eru mikilvægusti tími ársins varðandi sölu á fiski og ef við erum dæmd til vera lokuð inni af því að það hrynur einhver vél í báti þá er það skelfilegt,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda á Patreksfirði. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax segir að unnið sé að því að finna lausn. „Það er afar brýnt að afhenda fisk á réttum tíma, hér eru á ferðinni gríðarleg verðmæti í útflutningstekjum. Við gerum kröfu um að þjónustutíminn á vegunum sé lengdur til að koma á móts við bilunina í Baldri“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Og fleiri taka í sama streng. Helgi Rúnar Auðunsson framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Nönnu á Patreksfirði kallar einnig eftir breytingum. „Að sjálfsögðu verður að redda bát á meðan á viðgerð á Baldri stendur yfir. Við verðum þangað til að það er gert að fá fulla þjónustu á vegina frá Vegagerðinni, það verður að setja hærra stig á þjónustuna á landleiðina, það er alveg á hreinu. Þessi tímabundna lenging, frá 17:30 til 20:00 er engan veginn nógu mikil. Það er svo alveg skelfilegt að þegar það glittir í ákveðinn vind, þá mokar Vegagerðin ekki, þessu þarf að breyta.“Vegagerðin biður fólk um að sýna biðlund Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Patreksfirði biður fólk að sýna biðlund og að vera ekki á ferðinni ef það er ófært. „Við þurfum að halda áfram að sinna vegfarendum. Ég hef lítið skoðað veðurspána fram í tímann, maður lætur hverja klukkustundina nægja sína þjáningu, en vissulega lítur þetta ekki vel út. Við viljum gjarnan að fólk virði það að vera ekki á ferðinni ef það er ófært, það tefur moksturinn ef við þurfum að reyna að komast framhjá bílum sem sitja fastir.“ Líkt og áður kom fram siglir ferjan Baldur ekki. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það muni taka um þrjár til fjórar vikur að gera við Baldur. „Auðvitað vonum við að það sé í styttri endanum og vonumst til að hafa skipið tilbúið í annarri vikunni í desember. Það er ekki í myndinni að kalla inn varaskip til að þjónustu þessa leið einfaldlega því skip liggja ekki á lausu með svona litlum fyrirvara. Þetta hafsvæði, Breiðafjörður er svokallað C hafssvæði og skip sem mættu sigla á því svæði, þau mega hreinlega ekki sigla til Íslands frá öðrum löndum á þessum árstíma sökum veðurfars. Svo er þetta líka auðvitað spurning um fjármagn.“ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um stöðu mála, en að ekki hafi verið óskað eftir frekari úrræðum frá Vegagerðinni. Gert sé ráð fyrir að unnið sé að lausn vandans.
Veður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira