54 metrar á sekúndu í hviðum í Hamarsfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 20:38 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 21 í kvöld. veðurstofa íslands Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun. Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20
Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27
Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32