Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2017 23:00 Horft yfir Öræfajökul í síðustu viku. Sigketillinn sést vel í miðju toppgígsins. Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04
Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels