Átta lík fundust um borð í bát sem rak á land í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 10:30 Starfsmenn Landhelgisgæslu Japan fara um borð í bát sem rak á land í gær. Vísir/AFP Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira