Sparnaður fjármuna – öryggi ógnað Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun