Sparnaður fjármuna – öryggi ógnað Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar