Tvístígandi Seðlabanki Skúli Hrafn Harðarson og Stefán Helgi Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar