Króatískur stríðsglæpamaður lést eftir að hafa innbyrt eitur í dómsal Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 14:12 Slobodan Praljak drekkur hér eitrið sem varð honum að bana. vísir/epa Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Fréttaveita Sky greinir frá. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“Að neðan má sjá þegar dómur er kveðinn yfir Praljak og hann drekkur eitrið.Hreinsun á BosníumúslimumPraljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu. Í kjölfar stríðsins settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar stríðsglæpadómstól sem ákært hefur 161 þátttakanda í stríðinu. Af þeim voru 90 dæmdir. Dómur var kveðinn yfir Praljak í dag en Vísir greindi einnig frá því á dögunum að einn af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig:Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Tilskipun stríðsglæpadómstólsins (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia) sem settur var í kjölfar Bosníustríðsins rennur út um áramótin og er hann því í óða önn að taka fyrir mál þeirra sem þátt áttu í þjóðarmorðunum. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira
Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Fréttaveita Sky greinir frá. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“Að neðan má sjá þegar dómur er kveðinn yfir Praljak og hann drekkur eitrið.Hreinsun á BosníumúslimumPraljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu. Í kjölfar stríðsins settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar stríðsglæpadómstól sem ákært hefur 161 þátttakanda í stríðinu. Af þeim voru 90 dæmdir. Dómur var kveðinn yfir Praljak í dag en Vísir greindi einnig frá því á dögunum að einn af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig:Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Tilskipun stríðsglæpadómstólsins (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia) sem settur var í kjölfar Bosníustríðsins rennur út um áramótin og er hann því í óða önn að taka fyrir mál þeirra sem þátt áttu í þjóðarmorðunum.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira