Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 16:02 Í póstinum segir að Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar Pressunnar, séu enn skráðir í stjórn samkvæmt RSK. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Fjölmiðlar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot
Fjölmiðlar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira