Menntakerfið er ekki eyland Sigurður Hannesson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Það mikilvæga verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu um það hvernig nemendur á Íslandi verða undirbúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar á vinnumarkaðnum. Menntakerfið gegnir þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar. Aukið fjármagn í menntakerfið er ekki nauðsynleg forsenda fyrir breytingar. Miklu frekar þarf nýja hugsun og nýjar áherslur til að leysa vandann. Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland. Miklar breytingar á tækni og störfum fylgja fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Það er heilmikið færnimisræmi til staðar en þá er átt við það misræmi sem er á milli þeirrar færni sem fyrirtæki þarfnast og færni fólks á vinnumarkaði. Það hefur reynst erfitt að manna störf á sviði iðn-, tækni- og raungreina og blasir við að fjölga þarf þeim sem útskrifast af þessum sviðum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að vekja áhuga nemenda á tækni og vísindum. Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi sem var sýndur á RÚV um árabil hafði mjög jákvæð áhrif í þá veru og væri ráð að endurvekja hann í einhverri mynd. Forritun er tungumál 21. aldarinnar og því hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á að forritun verði gerð að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Til marks um að hægt er að ná einstökum árangri þegar stjórnvöld og atvinnulíf taka höndum saman er Microbit verkefnið. Þar hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjöldi íslenskra fyrirtækja látið nemendum í té Microbit smátölvur sem hægt er að nota til forritunar. Viðtökurnar hafa sýnt að nemendur eru tilbúnir að takast á við ný verkefni en markmiðið er að efla þekkingu og áhuga. Menntakerfið þarf að laga sig að breyttum veruleika og undirbúa nýjar kynslóðir fyrir störf og starfsumhverfi sem ekki eru þekkt í dag. Það má engan tíma missa því ekki viljum við að íslenskir nemendur verði eftirbátar annarra ungmenna né viljum við draga úr samkeppnishæfni Íslands. Ný hugsun í menntamálum skilar sér margfalt til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það mikilvæga verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu um það hvernig nemendur á Íslandi verða undirbúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar á vinnumarkaðnum. Menntakerfið gegnir þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar. Aukið fjármagn í menntakerfið er ekki nauðsynleg forsenda fyrir breytingar. Miklu frekar þarf nýja hugsun og nýjar áherslur til að leysa vandann. Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland. Miklar breytingar á tækni og störfum fylgja fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Það er heilmikið færnimisræmi til staðar en þá er átt við það misræmi sem er á milli þeirrar færni sem fyrirtæki þarfnast og færni fólks á vinnumarkaði. Það hefur reynst erfitt að manna störf á sviði iðn-, tækni- og raungreina og blasir við að fjölga þarf þeim sem útskrifast af þessum sviðum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að vekja áhuga nemenda á tækni og vísindum. Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi sem var sýndur á RÚV um árabil hafði mjög jákvæð áhrif í þá veru og væri ráð að endurvekja hann í einhverri mynd. Forritun er tungumál 21. aldarinnar og því hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á að forritun verði gerð að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Til marks um að hægt er að ná einstökum árangri þegar stjórnvöld og atvinnulíf taka höndum saman er Microbit verkefnið. Þar hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjöldi íslenskra fyrirtækja látið nemendum í té Microbit smátölvur sem hægt er að nota til forritunar. Viðtökurnar hafa sýnt að nemendur eru tilbúnir að takast á við ný verkefni en markmiðið er að efla þekkingu og áhuga. Menntakerfið þarf að laga sig að breyttum veruleika og undirbúa nýjar kynslóðir fyrir störf og starfsumhverfi sem ekki eru þekkt í dag. Það má engan tíma missa því ekki viljum við að íslenskir nemendur verði eftirbátar annarra ungmenna né viljum við draga úr samkeppnishæfni Íslands. Ný hugsun í menntamálum skilar sér margfalt til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar