Slepptu meintum stríðsglæpamönnum til að trufla ekki kosningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Verkefni SÞ í Mið-Afríkulýðveldinu gengur ekki sem skyldi. Nordicphotos/AFP Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Mið-Afríkulýðveldinu slepptu tveimur meintum stríðsglæpamönnum í desember 2015 án þess að draga þá fyrir rétt. Þetta kemur fram í trúnaðarskjölum sem BBC hefur undir höndum og fjallaði um í gær. Um er að ræða tvo uppreisnarmenn sem réðust á friðargæsluliða SÞ en það telst til stríðsglæpa. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir kosningar þar í landi og var „hinum meintu stríðsglæpamönnum sleppt“ til að „reyna að raska ekki kosningunum“ eins og segir í skjölunum. Mennirnir tilheyrðu skæruliðasamtökunum Union pour la Paix en Centrafrique. Þegar þeir nálguðust búðir friðargæslusveitanna í bænum Galaboroma bað friðargæsluliði þá um að stansa og setja hendur á höfuð svo hægt væri að leita á þeim. Þá réðust uppreisnarmennirnir á friðargæsluliðann. Friðargæsluverkefnið í Mið-Afríkulýðveldinu hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Í maí fyrr á þessu ári fórust nokkrir friðargæsluliðar til að mynda í árásum uppreisnarmanna. Þá voru friðargæsluliðar sakaðir um að nauðga miklum fjölda kvenna þar í landi. Í desember á síðasta ári lauk rannsókn Sameinuðu þjóðanna á ásökununum og kom í ljós að 41 friðargæsluliði hafði verið sakaður um nauðgun eða annað kynferðislegt ofbeldi. Alls tóku rannsakendur viðtöl við 139 konur sem lýstu ofbeldi sem þær urðu fyrir árin 2014 og 2015 í Kémo-héraði. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Mið-Afríkulýðveldinu slepptu tveimur meintum stríðsglæpamönnum í desember 2015 án þess að draga þá fyrir rétt. Þetta kemur fram í trúnaðarskjölum sem BBC hefur undir höndum og fjallaði um í gær. Um er að ræða tvo uppreisnarmenn sem réðust á friðargæsluliða SÞ en það telst til stríðsglæpa. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir kosningar þar í landi og var „hinum meintu stríðsglæpamönnum sleppt“ til að „reyna að raska ekki kosningunum“ eins og segir í skjölunum. Mennirnir tilheyrðu skæruliðasamtökunum Union pour la Paix en Centrafrique. Þegar þeir nálguðust búðir friðargæslusveitanna í bænum Galaboroma bað friðargæsluliði þá um að stansa og setja hendur á höfuð svo hægt væri að leita á þeim. Þá réðust uppreisnarmennirnir á friðargæsluliðann. Friðargæsluverkefnið í Mið-Afríkulýðveldinu hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Í maí fyrr á þessu ári fórust nokkrir friðargæsluliðar til að mynda í árásum uppreisnarmanna. Þá voru friðargæsluliðar sakaðir um að nauðga miklum fjölda kvenna þar í landi. Í desember á síðasta ári lauk rannsókn Sameinuðu þjóðanna á ásökununum og kom í ljós að 41 friðargæsluliði hafði verið sakaður um nauðgun eða annað kynferðislegt ofbeldi. Alls tóku rannsakendur viðtöl við 139 konur sem lýstu ofbeldi sem þær urðu fyrir árin 2014 og 2015 í Kémo-héraði.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira