Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 09:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í morgun. vísir/vilhelm Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30