Annar risademantur fannst í Síerra Leóne Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 11:20 Presturinn Emmanuel Momoh með Friðardemantinn svokallaða í mars síðastliðinn. Annar risademantur hefur fundist í Síerra Leóne í vesturhluta Afríku á sama svæði og „Friðardemanturinn“ svokallaði fannst fyrr á árinu. Demanturinn sem um ræðir er 476 karata og um 100 grömm og er talið að hann sé í 29. sæti á lista yfir stærstu demanta sem fundist hafa í heiminum. Enn liggur ekki fyrir hvað hann er metinn á mikið. Friðardemanturinn, sem er 709 karata, fannst í Kono-héraði í austurhluta Síerra Leóne fyrir um átta mánuðum. Sahr Wonday, talsmaður þarlendra yfirvalda, segir að þessi steinn hafi einnig fundist í Kono. Námavinnslufélagið Meya Mining fann demantinn og hefur þegar fengið heimild hjá yfirvöldum til að flytja hann úr landi. Demanturinn verður seldur hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði.Gera aðra tilraun til að selja demantinn Önnur tilraun verður gerð til að selja Friðardemantinn á uppboði í New York í næsta mánuði. 7,8 milljónir Bandaríkjadala, um 810 milljónir króna, voru boðnar í steininn á uppboði í maí en því boði var hafnað. Prestur í Kono fann Friðardemantinn í mars síðastliðinn kom honum í hendur yfirvalda til að þau gætu fjármagnað uppbyggingu í hinu fátæka Kono-héraði.Sá stærsti fannst 1905 Sierra Leone er eitt af fátækustu ríkjum heims en í landinu búa um sex milljónir manna. Stærsti demantur sem hefur nokkurn tímann fundist svo vitað sé fannst í Suður-Afríku árið 1905. Cullinan-demanturinn var 3.106 karata og var meðal annars notaður við gerð bresku krúnudjásnanna.Að neðan má sjá prestinn Emmanuel Momoh með Friðardemantinn svokallaða. Síerra Leóne Tengdar fréttir Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30. september 2009 09:18 Prestur fann risademant í Sierra Leone Emmanuel Momoh hefur komið demantinum, sem er 706 karata, í hendur forseta landsins. 17. mars 2017 13:29 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Annar risademantur hefur fundist í Síerra Leóne í vesturhluta Afríku á sama svæði og „Friðardemanturinn“ svokallaði fannst fyrr á árinu. Demanturinn sem um ræðir er 476 karata og um 100 grömm og er talið að hann sé í 29. sæti á lista yfir stærstu demanta sem fundist hafa í heiminum. Enn liggur ekki fyrir hvað hann er metinn á mikið. Friðardemanturinn, sem er 709 karata, fannst í Kono-héraði í austurhluta Síerra Leóne fyrir um átta mánuðum. Sahr Wonday, talsmaður þarlendra yfirvalda, segir að þessi steinn hafi einnig fundist í Kono. Námavinnslufélagið Meya Mining fann demantinn og hefur þegar fengið heimild hjá yfirvöldum til að flytja hann úr landi. Demanturinn verður seldur hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði.Gera aðra tilraun til að selja demantinn Önnur tilraun verður gerð til að selja Friðardemantinn á uppboði í New York í næsta mánuði. 7,8 milljónir Bandaríkjadala, um 810 milljónir króna, voru boðnar í steininn á uppboði í maí en því boði var hafnað. Prestur í Kono fann Friðardemantinn í mars síðastliðinn kom honum í hendur yfirvalda til að þau gætu fjármagnað uppbyggingu í hinu fátæka Kono-héraði.Sá stærsti fannst 1905 Sierra Leone er eitt af fátækustu ríkjum heims en í landinu búa um sex milljónir manna. Stærsti demantur sem hefur nokkurn tímann fundist svo vitað sé fannst í Suður-Afríku árið 1905. Cullinan-demanturinn var 3.106 karata og var meðal annars notaður við gerð bresku krúnudjásnanna.Að neðan má sjá prestinn Emmanuel Momoh með Friðardemantinn svokallaða.
Síerra Leóne Tengdar fréttir Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30. september 2009 09:18 Prestur fann risademant í Sierra Leone Emmanuel Momoh hefur komið demantinum, sem er 706 karata, í hendur forseta landsins. 17. mars 2017 13:29 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30. september 2009 09:18
Prestur fann risademant í Sierra Leone Emmanuel Momoh hefur komið demantinum, sem er 706 karata, í hendur forseta landsins. 17. mars 2017 13:29