Katrín segir líkur á góðum samningi Sveinn Arnarsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, ganga út í kvöldsvalann eftir langan fund þingflokksins þar sem rætt var um hvort fara eigi í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um myndun ríkisstjórnar. Enginn botn fékkst í málið sem Katrín segir að verði rætt áfram í dag. vísir/stefán Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00
„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31