Víkingarnir á hraðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2017 13:45 Case Keenum spilaði frábærlega fyrir Víkingana í gær. Vísir/Getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41 NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41
NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira