Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 15:20 Flóðin í Houston voru tröllvaxin. Vatnselgurinn var meiri en í síðustu þremur hamfaraflóðunum sem höfðu gengið yfir svæðið. Vísir/AFP Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25