Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 15:20 Flóðin í Houston voru tröllvaxin. Vatnselgurinn var meiri en í síðustu þremur hamfaraflóðunum sem höfðu gengið yfir svæðið. Vísir/AFP Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25