Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 17:15 Björn Lúkas hefur náð góðum árangri á HM. Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein þessa dagana en það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF) sem stendur að mótinu. MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út á mótið og greiðir allan kostnað fyrir Björn og þjálfara. Mjölnismaðurinn Björn Lúkas er eini Íslendingurinn á mótinu en hann hefur nú unnið fyrstu tvo bardagana sína á mótinu. Í gær, mánudag, sigraði hann Spánverja með armlás í 1. lotu. Í dag mætti hann svo Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en Írinn æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Bardaginn var því hálfgerður frændaslagur enda lengi ríkt vinskapur og samstarf á milli SBG og Mjölnis. Það hafði greinilega engin áhrif á Björn Lúkas sem fór einfaldlega létt með Írann. Björn Lúkas raðaði höggunum inn og kláraði hann svo með hásparki þegar 1. lota var hálfnuð. Björn er nú búinn að klára báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Samtals er hann búinn með fjóra bardaga á MMA ferlinum og alla hefur hann klárað í 1. lotu. Hinn 22 ára Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og hefur stefnt að MMA lengi. Björn Lúkas mætir svo Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato á morgun í 8-manna úrslitum. Bardögunum er streymt í gegnum smáforrit BahrainTV og verður hægt að sjá Björn Lúkas berjast þar. MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein þessa dagana en það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF) sem stendur að mótinu. MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út á mótið og greiðir allan kostnað fyrir Björn og þjálfara. Mjölnismaðurinn Björn Lúkas er eini Íslendingurinn á mótinu en hann hefur nú unnið fyrstu tvo bardagana sína á mótinu. Í gær, mánudag, sigraði hann Spánverja með armlás í 1. lotu. Í dag mætti hann svo Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en Írinn æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Bardaginn var því hálfgerður frændaslagur enda lengi ríkt vinskapur og samstarf á milli SBG og Mjölnis. Það hafði greinilega engin áhrif á Björn Lúkas sem fór einfaldlega létt með Írann. Björn Lúkas raðaði höggunum inn og kláraði hann svo með hásparki þegar 1. lota var hálfnuð. Björn er nú búinn að klára báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Samtals er hann búinn með fjóra bardaga á MMA ferlinum og alla hefur hann klárað í 1. lotu. Hinn 22 ára Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og hefur stefnt að MMA lengi. Björn Lúkas mætir svo Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato á morgun í 8-manna úrslitum. Bardögunum er streymt í gegnum smáforrit BahrainTV og verður hægt að sjá Björn Lúkas berjast þar.
MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira