Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 19:56 Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“ Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“
Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00