Fjölgun ráðuneyta til umræðu í viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Framsóknarmenn leggja áherslu á að fá efnahagsmálin sem leitt gæti til þess að fjármálaráðuneytinu verði skipt í tvö ráðuneyti. Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00