Gefum nemendum vængi Ívar Halldórsson skrifar 16. nóvember 2017 11:26 Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun