Grunur um stórfelld undanskot frá skatti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar sætir rannsókn vegna gruns um skattsvik undirverktaka sinna. Vísir/Valli Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira