Frestur þýsku flokkanna runninn út Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2017 08:56 Angela Merkel Þýskalandskanslari í nótt. Vísir/afp Enn bólar ekkert á nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi en frestur Kristilegra demókrata (CDU, CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja til að ná samkomulagi og hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður rann út í nótt. Flokkarnir hafa ekki náð saman í viðræðum sínum um meðal annars innflytjendamál og efnahagsmál. Fulltrúar flokkanna luku fundi sínum klukkan fjögur í nótt og sögðust ætla taka sér nokkurra klukkustunda hlé og halda svo viðræðum áfram í dag. Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og virðist eina mögulega stjórnin sem hægt er að mynda vera stjórn þessara flokka. Sigli viðræður í strand þykir líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, segir flokksmenn enn telja það vera rétt að leggja alla orku í myndun þessarar stjórnar. Þó sé ljóst að viðræðurnar hafi verið erfiðar. Wolfgang Kubicki, varaformaður FDP, sagðist vera mjög gramur að viðræður síðustu fjögurra vikna hafi ekki skilað árangri. Græninginn Michael Kellner segir flokkanna enn eiga langt í land. „Ekkert hefur verið samþykkt, engu hefur verið hafnað.“ Svokölluð „Jamaíkustjórn“ hefur aldrei áður starfað saman á landsvísu í Þýskalandi. Hefð er fyrir því í Þýskalandi að nefna stjórnir eftir löndum. Eru þá einkennislitir viðkomandi flokka heimfærðir upp á fánaliti einhvers lands. Einkennislitur Kristilegra demókrata er svartur, Græningja grænn og Frjálslynda flokksins gulur. Ákveðið var að reyna myndun slíkrar stjórnar eftir að stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í konsningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Enn bólar ekkert á nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi en frestur Kristilegra demókrata (CDU, CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja til að ná samkomulagi og hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður rann út í nótt. Flokkarnir hafa ekki náð saman í viðræðum sínum um meðal annars innflytjendamál og efnahagsmál. Fulltrúar flokkanna luku fundi sínum klukkan fjögur í nótt og sögðust ætla taka sér nokkurra klukkustunda hlé og halda svo viðræðum áfram í dag. Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og virðist eina mögulega stjórnin sem hægt er að mynda vera stjórn þessara flokka. Sigli viðræður í strand þykir líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, segir flokksmenn enn telja það vera rétt að leggja alla orku í myndun þessarar stjórnar. Þó sé ljóst að viðræðurnar hafi verið erfiðar. Wolfgang Kubicki, varaformaður FDP, sagðist vera mjög gramur að viðræður síðustu fjögurra vikna hafi ekki skilað árangri. Græninginn Michael Kellner segir flokkanna enn eiga langt í land. „Ekkert hefur verið samþykkt, engu hefur verið hafnað.“ Svokölluð „Jamaíkustjórn“ hefur aldrei áður starfað saman á landsvísu í Þýskalandi. Hefð er fyrir því í Þýskalandi að nefna stjórnir eftir löndum. Eru þá einkennislitir viðkomandi flokka heimfærðir upp á fánaliti einhvers lands. Einkennislitur Kristilegra demókrata er svartur, Græningja grænn og Frjálslynda flokksins gulur. Ákveðið var að reyna myndun slíkrar stjórnar eftir að stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í konsningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31
Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13