Vonaðist eftir að sjá systur sína í lagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2017 19:45 Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen. Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen.
Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45